„Varla hægt að kalla uppsagnirnar hagræðingu“
-segir Árni Sigfússon bæjarstjóri um uppsagnir Varnarliðsins.
Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að fréttir af uppsögnum séu slæmar en sé ekki tengt þeirri umræðu sem var um varnarliðið fyrir síðustu kosningar. „Það er greinilegt að það er tekið mjög fast á hagræðingu og sparnaði hjá Varnarliðinu samkvæmt þessum fréttum.“
Aðspurður sagði Árni að þessar fréttir kæmu sér á óvart og sérstaklega hve mörgum væri sagt upp. „Það hefur verið yfirvofandi hjá Varnarliðum Bandaríkjamanna um allan heim að það yrði dregið saman í rekstri. Þetta er mjög stór aðgerð og varla hægt að kalla það hagræðingu þegar svona hart er skorið niður.“
Aðspurður um hvort bæjarstjórn muni bregðast við þessum uppsögnum sagði Árni að ekki yrði hlaupið til og önnur störf fundin. „Þessar uppsagnir eru svipaðar því sem við höfum verið að sjá í fyrirtækjum. Um þessi störf gildir það sama og þegar uppsagnir verða hjá fyrirtækjum. Það er ekki hlaupið til og fundin önnur störf auðveldlega þó allir séu að vinna að því að byggja hér upp atvinnu. En málið er alvarlegt,“ sagði Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar í samtali Víkurfréttir.