Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varið ykkur á Búkollu!
Föstudagur 19. september 2003 kl. 15:53

Varið ykkur á Búkollu!

Það er rétt fyrir bæjarbúa og aðra vegfarendur í Reykjanesbæ að vara sig á Búkollunum sem bruna um bæinn með stórgrýti í sjóvarnagarða sem nú er verið að gera við Njarðvíkurhöfn. Umferðarrétti hefur verið breytt á nokkrum götum til að greiða leið Búkollanna en eftir óformlega könnun Víkurfrétta þá eru vegfarendur ekki að virða þennan rétt. Víða hafa verið sett upp stöðvunarskyldummerki þar sem áður var aðalbrautarréttur. Hornið á Víkurbraut og Hrannargötu í Keflavík er nokkuð varasamt með þetta að gera og þar virða menn ekki stöðvunarskyldu enda er skiltið á búkka út við vegarkant og ekki mjög áberandi. Þá er stöðvunarskylda komin á miðja Hafnarbrautina í Njarðvík á móts við Bakkastíg.

Þó svo þessar breytingar á umferð hafi verið auglýstar í staðarblöðum þá mætti vekja meiri athygli á umferðarréttinum á viðkomandi gatnamótum, þar sem jú margir keyra um göturnar af gömlum vana, ef svo á að orði komast. Meðfylgjandi mynd var tekin við Njarðvíkurhöfn þar sem Búkollur voru að athafna sig. Ekki spennandi að lenda undir þessum tröllum á litla smábílnum sínum!

 

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024