Varðskip vaktaði svæðið í nótt
Varðskip Landhelgisgæslunnar var á Faxaflóa í nótt en engar vísbendingar hafa borist um reykinn sem sást í gærkvöldi á hafi úti austur af Garðskaga. Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru ræstar út vegna málins og varðskip ásamst þyrlu Landhelgisgæslunnar komu á svæðið. Menn urðu einskis vísir um reykinn en sú kenning er uppi að um hafi verið að ræða reykinn frá skorsteini Sementsverksmiðjunnar á Akranesi sem borið hafi við hafflötinn og villt fólki sýn.
Tengd frétt: