Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varðskip komið með Hrafn GK til lands
Föstudagur 21. febrúar 2003 kl. 16:39

Varðskip komið með Hrafn GK til lands

Varðskipið Týr er komið með togarann Hrafn GK 111 til hafnar í Hafnarfirði þar sem veiðarfæri verða tekin úr skrúfu skipsins. Harfn GK 111 frá Grindavík fékk veiðarfærin í skrúfuna 90 sjómílur vestnorðvestur frá Látrabjargi. Varðskip var í 8 klst. fjarlægð frá skipinu og hélt þegar í stað til aðstoðar. Kafari var um borð í varðskipinu en ekki var unnt að kafa niður að skrúfu togarans eins og aðstæður voru.Því var ákveðið að fara til Hafnarfjarðar með skipið en þar er mögulegt að taka það í kví.

Myndin: Skipin við bryggju í Hafnarfirði fyrir stundu. Ljósmynd frá Vikulega í Firðinum, systurblaði Víkurfrétta í Hafnarfirði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024