Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varðskip aðstoðaði dráttarbát á leið til Grindavíkur
Föstudagur 2. júlí 2004 kl. 12:04

Varðskip aðstoðaði dráttarbát á leið til Grindavíkur

Varðskipið Týr aðstoðaði í fyrradag færeyska dráttarbátinn Goliat sem lenti í vandræðum á leið sinni með gröfu- og efnisflutningapramma í drætti frá Færeyjum til Grindavíkur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Að sögn Sigurðar Steinars Ketilssonar skipherra hafði slitnað á milli bátsins og gröfuprammans í vonskuveðri en auk þess hafði dráttartaug á milli gröfuprammans og efnisflutningaprammans flækst í hældrifi annars prammans. 
Slæmt skyggni var á svæðinu, vindhraði 25-30 hnútar og ölduhæð 4-6 metrar.  Því var ákveðið að bíða með aðgerðir þar til sjór og veður gengi niður.  Um hálfþrjú í fyrradag hafði lægt og var þá hafist handa.  Þrír varðskipsmenn fóru með léttbát yfir í gröfuprammann og komu nýrri taug á milli hans og dráttarbátsins.  Verkinu miðaði vel áfram og gat dráttarbáturinn haldið áfram ferð sinni til Grindavíkur rúmri klukkustund síðar, að því er fram kemur í tilkynningu Landhelgisgæslunnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024