Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varð vélarvana og rak næstum upp í kletta í Helguvík
Laugardagur 12. febrúar 2011 kl. 16:47

Varð vélarvana og rak næstum upp í kletta í Helguvík

Eftir að bráðabirgðaviðgerð lauk á Helgu RE 49 í Helguvík í nótt fylgdi dráttarbáturinn Magni skipinu til Reykjavíkur þar sem það var tekið í slipp um hádegisbil í dag. Frá þessu er greint á skipasíðu Emils Páls Jónssonar, www.epj.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á skipasíðunni segir að litlu hefði mátt muna að skipið ræki vélarvana upp í kletta í Helguvík. Gat kom á skrokk skipsins neðan sjólínu þegar það fór frá bryggju í Helguvík í gærkvöldi. Það mun hafa rekist í bryggjuhornið þegar það fór frá bryggjunni, að sögn sjónarvotta.

Skipið varð vélarvana og því var akkeri kastað svo skipið færi ekki upp í klettana. Hafnsögubáturinn Auðunn kom síðan Helgu að bryggju að nýju. Þar var gatið þétt. Skipið fékk síðan fylgd til Reykjavíkur í dag þar sem það fór í slipp til frekari viðgerðar.

Meðfylgjandi mynd tók Emil Páll af Helgu RE við bryggju í gærkvöldi.

Fréttina á skipasíðu Emils má skoða hér.