Varð vélarvana og rak hratt að landi
Togarinn Berglín GK varð vélarvana í innsiglingunni til Sandgerðis og rak hratt að landi. Björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein hefur tekist að draga skipið út úr brimgarðinum en nokkuð þung alda var þar sem skipið var að reka upp í fjöru. Þegar Víkurfréttir voru í sambandi við björgunarskipið fyrir tveimur mínútum fengust þær upplýsingar að vélin um borð í Berglín GK væri komin í gang, en skipið yrði haft í togi til öryggis.Nú væri stefnan tekin á Keflavík þar sem slæm vindátt væri við Sandgerði og ekki þorandi að fara með skipið þar inn eins og staðan væri núna. Gert er ráð fyrir því að Berglín verði tekin í slipp í Njarðvík þar sem skemmdir verða athugaðar.
VF-Ljósmynd: Af strandstað um klukkan 10:15 í morgun.
VF-Ljósmynd: Af strandstað um klukkan 10:15 í morgun.