Varð undir hrossi við Mánagrund
Stúlka um tvítugt var flutt á sjúkrahús í Reykjavík í gærkvöldi eftir að hafa orðið undir hrossi á beitarsvæði á Mánagrund. Lögregla og sjúkralið voru send á svæðið. Stúlkan var fyrst flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og síðan áfram á Landsspítala með áverka á vinstri fæti. Ekki liggja fyrir upplýsingar hversu alvarleg meiðsli stúlkunnar eru.
Mynd: Frá vettvangi slyssins á Mánagrund í gærkvöldi. VF-mynd: Hilmar Bragi