Varð undir fjórhjóli í veltu
Tvö ungmenni sluppu betur en á horfðist í gærdag þegar fjórhjól, sem þau voru á, valt í Njarðvík. Hafði ökumaðurinn, sem er rúmlega tvítugur, ætlað að taka vinstri beygju á hjólinu, en ekki getað rétt stýrið af aftur.
Afleiðingarnar urðu þær að hjólið valt og varð hann undir því. Hann var, ásamt farþega sem var á hjólinu, fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þaðan var ökumaðurinn fluttur á Landspítala. Við nánari skoðun þar kom í ljós að meiðsl hans voru ekki alvarleg. Farþeginn slapp með skrámur á fæti.