Varð fyrir skotelda í skólanum og brenndist illa
Nemandi við Njarðvíkurskóla brenndist illa á hendi í gær þegar hann fékk í sig skotelda í frímínútum í skólanum í gær.
Forráðamenn Njarðvíkurskóla hafa sent foreldrum og forráðamönnum nemenda tölvuskeyti þar sem fólk er beðið um að fylgjast með því að börn fari ekki í skólann með kveikjara, skotelda eða annað slíkt.
Þó svo áramótin séu liðin og þrettándinn að baki, þá má ennþá heyra sprengjuhvelli og sjá flugeldum skotið á loft. Meðferð skotelda er ólögleg eftir þrettándann.