Varð fyrir eldingu á Keflavíkurflugvelli
Eldingu laust niður í flugvél Iceland Express þegar hún var í lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær. Vélin var að koma frá Lundúnum. Matthías Páll Imsland, forstjóri Iceland Express, segir að engin hætta hafi verið á ferðum. Svona lagað sé alvanalegt og hafi meðal annars komið fyrir hjá Icelandair fyrr í sumar.
Matthías Páll segir að flugvélin hafi verið tekin úr umferð á meðan verið sé að yfirfara hana, en önnur vél muni leysa hana af á meðan. Hann segir líklegt að einhverjar tafir verði á flugi Iceland Express í kvöld vegna þessa..
Frétt af www.visir.is
Mynd úr safni