Varð fyrir árás tveggja hrotta
Maður á sextugsaldri varð fyrir hrottalegri líkamsárás í Reykjanesbæ í gærkvöldi og var hann fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo menn grunaða um árásina sem átti sér stað fyrir utan heimili mannsins. Þeir gistu fangageymslur í nótt og bíða nú yfirheyrslu.
Maðurinn hlaut höfuðáverka en árásarmennernir munu hafa notað vopn við árásina.
Á mbl.is segir að líklega hafi verið um handrukkun að ræða. Visir.is hefur eftir lækni á slysadeild að maðurinn sé ekki alvarlega slasaður.
Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum.