Varasamt ferðaveður snemma í fyrramálið
Það hvessir hressilega suðvestanlands í fyrramálið og má gera ráð fyrir að vindur verði í hámarki á milli kl. 5 og 9. SA 20-25 m/s í meðalvindi með slagveðursrigningu. Hviður verða 35-40 m/s á Reykjanesbrautinni meðan á þessu stendur.
Búist er við suðaustan hvassviðri eða stormi fyrst suðvestanlands seint í kvöld og nótt með talsverðri eða mikilli rigningu suðaustanlands á morgun. Því má víða búast við slæmu ferðaveðri og hálku á vegum. Einkum er búist við snörpum hviðum undir morgun á Reykjanesi, undir Eyjafjöllum og við fjöll við sunnanverðan Faxaflóa.