Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varasamar aðstæður á Reykjanesbraut
Þriðjudagur 11. desember 2018 kl. 09:49

Varasamar aðstæður á Reykjanesbraut

Nú eru varasamar veðurfarslegar aðstæður á Reykjanesbraut. Suðaustan 24 m/s og slær í 35 m/s í hviðum.
 
Þetta ástand getur varað fram yfir hádegi í dag og eru vegfarendur beðnir um að fara varlega.
 
Á vef Vegagerðarinnar segir í tilkynningu frá veðurfræðingi:
Talsvert er hvassara suðvestanlands en áður var spáð frá seinni lægðabylgjunni. Hviður allt að 45 m/s undir Hafnarfjalli fram yfir hádegi, en 35 m/s eftir það.  Fram undir hádegi varasamt á Reykjanesbr. með stormi á hlið og hviðum 35 m/s.  Á N-verðu Snæfellsnesi nær vindur í hámarki um hádegi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024