Varað við umferð barna og unglinga á Rockville-svæðinu
Lögreglan og varnarliðið hafa óskað liðsinnis foreldra og forráðamanna barna og unglinga til að koma í veg fyrir óleyfilega umferð í Rockville-ratsjárstöðinni.
Í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli kemur fram að framtíð gömlu ratsjárstöðvarinnar Rockville við Sandgerði er óráðin. Stöðin er á athafnasvæði varnarliðsins og stendur auð, en afgirt. Aðgangur að svæðinu og mannvirkjum á því er óheimill enda ýmsar hættur sem leynast kunna í byggingum þar sem mikil skemmdarverk hafa þegar verið unnin. Nokkuð hefur borið á óleyfilegri umferð einkum barna og unglinga á svæðinu. Varnarlið og lögreglan á Keflavíkurflugvelli halda uppi eftirliti svo sem kostur er og hafa haft afskipti af fólki á svæðinu. Þrátt fyrir það hafa starfsmenn varnarliðsins ítrekað orðið að endurnýja lása og girðingar og negla fyrir dyr og glugga og þá helst þar sem börn og unglingar kynnu að geta farið sér að voða.
Lögreglan og varnarliðið óska liðsinnis foreldra og forráðamanna barna og unglinga á Suðurnesjum til að hindra megi að slys hljótist í ratsjárstöðinni. Beri það ekki árangur neyðist lögreglan til að láta foreldra vitja barna sinna á lögreglustöð verði þau ítrekað uppvís að ferðum inn á svæði gömlu ratsjárstöðvarinnar.
Í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli kemur fram að framtíð gömlu ratsjárstöðvarinnar Rockville við Sandgerði er óráðin. Stöðin er á athafnasvæði varnarliðsins og stendur auð, en afgirt. Aðgangur að svæðinu og mannvirkjum á því er óheimill enda ýmsar hættur sem leynast kunna í byggingum þar sem mikil skemmdarverk hafa þegar verið unnin. Nokkuð hefur borið á óleyfilegri umferð einkum barna og unglinga á svæðinu. Varnarlið og lögreglan á Keflavíkurflugvelli halda uppi eftirliti svo sem kostur er og hafa haft afskipti af fólki á svæðinu. Þrátt fyrir það hafa starfsmenn varnarliðsins ítrekað orðið að endurnýja lása og girðingar og negla fyrir dyr og glugga og þá helst þar sem börn og unglingar kynnu að geta farið sér að voða.
Lögreglan og varnarliðið óska liðsinnis foreldra og forráðamanna barna og unglinga á Suðurnesjum til að hindra megi að slys hljótist í ratsjárstöðinni. Beri það ekki árangur neyðist lögreglan til að láta foreldra vitja barna sinna á lögreglustöð verði þau ítrekað uppvís að ferðum inn á svæði gömlu ratsjárstöðvarinnar.
VF-mynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson