Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 13. febrúar 2000 kl. 15:54

Varað við stormi og snjókomu

Veðurstofan varar við stormi, eða 18-23 metrum á sekúndu með snjókomu á sunnan- og vestanverðu landinu í kvöld og nótt.Sunnan- og vestanlands verður breytileg átt, 5-8 m/s og léttskýjað en suðaustan 8-13 og stöku él á útnesjum. Í kvöld gengur í suðaustan 18-23 m/s með snjókomu fyrst sunnan- og vestanlands í kvöld, en snýst í suðvestan 15-20 með éljum í fyrramálið. Frost verður víða 5 til 10 stig í dag, en nálægt frostmarki á morgun. Samkvæmt Bylgjunni þarf fólk ekki að búast við eins slæmum hvelli og í fyrradag, en fólk hvatt til að halda sig heimavið og ekki vara á flakki að óþörfu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024