Þriðjudagur 17. ágúst 2004 kl. 12:13
Varað við smithættu í kanínubúi

Embætti Yfirdýralæknis setti á dögunum upp viðvörun við kanínubú í heiðinni milli Garðs og Sandgerðis. Að sögn Halldórs Runólfssonar, yfirdýralæknis, kom upp ógreinilegur sjúkdómur í kanínunum, sem hugsanlega má tengja fóðri. Brugðið var á það ráð að loka vegi að kanínubúinu með gulum borða sem varar við smithættu. Sagði yfirdýralæknir að það væri ekki æskilegt að óviðkomandi væru á ferð við búið, vegna smithættunnar.