Varað við ísingu á vegum
Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við ísingu á vegum víða í kvöld og nótt. Það blotnar á vegum með rigningu eða slyddu víða á láglendi í kvöld vestan- og norðvestantil, en krapi eða snjór hærra uppi. Í nótt og snemma í fyrramálið léttir til og kólnar.
Þá er hætt við að það myndist ísing á vegum mjög víða, einkum frá Suðurnesjum, vestur á firði og allt norður í Eyjafjörð.