Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varað við Gunnuhver
Þriðjudagur 4. mars 2008 kl. 09:46

Varað við Gunnuhver

Svæðið við Gunnuhver hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. Hverinn er bersýnilega á fleygiferð til austurs og hafa nokkur ný hveraaugu opnast þvert yfir veginn. Honum hefur nú verið lokað.

Almannavarnir hafa gefið út viðvörun þar sem fólk er hvatt til að gæta fyllstu varúðar ef það fer um svæðið. Gufuvirkni hefur aukist mikið undanfarið á hverasvæðinu og hefur orðið vart við leirgos í hvernum. Þegar Víkurfréttamenn voru á ferð við hverinn í gær mátti bersýnilega sjá leirslettur sem lent höfðu talsverða vegalengd frá honum.

Á heimasíðu Almannavarna kemur fram að þegar leirhverir séu í svona ham, geti orðið í þeim sprengingar með þeim afleiðingum að sjóðandi eðja þeytist tugi eða jafnvel hundruð metra frá hvernum.


Myndir: Við Gunnuhver í gærkvöld. Þar sem áður var vegur er nú kraumandi leirhver. VF-myndir: Ellert Grétarsson.




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024