Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varaaflsvélar færðar frá Grindavík
Varaaflsvélar fluttar frá Grindavík í morgun. Mynd: Landsnet
Laugardagur 11. nóvember 2023 kl. 13:12

Varaaflsvélar færðar frá Grindavík

Í samráði við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra voru varaaflsvélarnar Landsnets færðar frá Grindavík í samræmi við þær sviðsmyndir sem unnið er út frá og rýmingu bæjarins.

„Það tekur okkur ekki langan tíma að koma þeim aftur á svæðið þar sem þeirra verður þörf og eigum við í góðu samstarfi við HS Veitur og HS Orku. Saman leggjum allt kapp á að halda rafmagnsinnviðum á svæðinu gangandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við erum á vaktinni og fylgjumst vel með flutningskerfinu - hugur okkar er hjá Grindvíkingum og öllum viðbragðsaðilum. Við sendum ykkur okkar allra bestu strauma. Farið varlega þarna út og komið heil heim,“ segir í tilkynningu frá Landsneti.