Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vara við ljósaböðum
Föstudagur 18. febrúar 2005 kl. 11:45

Vara við ljósaböðum

Krabbameinsfélag Suðurnesja hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu þar sem fermingarbörn eru vöruð við hættunni sem fylgir ljósalampanotkun.

Aðvörun - Hættan er ljós

Fermingar í kirkjum landsins eru einn af vorboðunum.  Góður tími fyrir væntanleg fermingarbörn. Fermingarfræðslunni sem þjappaði þeim saman í hóp með prestinum er  að ljúka og fermingin sjálf á næsta leiti.  Til að gera athöfnina eftirminnilega halda flestir fermingarveislu, fá fermingarföt og fermingargjafir. Margt fleira er í boði sem byrjar á fermingar- þetta eða hitt  og þar á meðal að fara í ljós.  Til hvers að fara í ljós? Hver vill flýta fyrir öldrun húðarinnar eða jafnvel því að fá húðkrabbamein ef hann er spurður?  Örugglega enginn.  
Kæru fermingarbörn, verið eins og þið eruð af Guði gerð, komið fram í hvíta kirtlinum og staðfestið skírnarsáttmálann. Látið ekki koma ykkur úr jafnvægi á þessum merku tímamótum í lífi ykkar með  þeirri hugmynd að þið þurfið að fara í ljós til þess að fermast. Takið ábendingum og upplýsingum um að aukin tíðni húðkrabbameina er rakin til ljósalampanotkunar.

Hjartanlegar hamingjuóskir með ferminguna.

Krabbameinsfélag Suðurnesja
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024