Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Var Guðrún Gísladóttir KE seld á 500.000 kr.?
Föstudagur 11. október 2002 kl. 23:19

Var Guðrún Gísladóttir KE seld á 500.000 kr.?

Nýr eigandi Guðrúnar Gísladóttur KE-15 segist ekki líta á skipið sem flak, en skipið strandaði við N-Noreg þann 19. júní síðastliðinn og liggur á um 40 metra dýpi. "Þetta skip á eftir að sigla um öll heimsins höf þegar þeim aðgerðum sem við erum að byrja á verður lokið," segir Haukur Guðmundsson í samtali við Morgunblaðið í dag. Haukur keypti skipið af útgerðarfélaginu Festi hf. á þriðjudag.Haukur, sem rekur fyrirtækið Íshús Njarðvíkur ehf., segir kaupverðið trúnaðarmál í samtali við Morgunblaðið. Ónafngreindir heimildarmenn Víkurfrétta segja hins vegar að skipið hafi verið selt á 500.000 kr. á hafsbotni. Það hefur ekki fengist staðfest. Haukur mun fara utan á næstu dögum til að hefja björgunaraðgerðir. „Við ætlum að flytja skipið að landi, hreinsa það, tryggja öryggi þess og ganga þannig frá því að þær skemmdir sem eru byrjaðar að myndast haldi ekki áfram.“ Fulltrúar Íshúss Njarðvíkur hafa farið utan og kynnt sér aðstæður.

Myndin: Guðrún Gísladóttir KE þegar hún kom ný til Keflavíkur. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024