Var að stilla útvarpið og velti bílnum
Bifreið valt á Sandgerðisvegi í vikunni eftir að ökumaður hennar missti stjórn á henni þegar hann var að stilla útvarp eða spilara í henni á ferð. Hann missti bifreiðina út í kant og brá svo við það að hann kippti henni aftur inn á akbrautina með þeim afleiðingum að hún valt og endaði á toppnum á miðri akbraut.
Vegalengdin frá þeim stað sem bifreiðin fór út af og þar til hún stöðvaðist mældist rúmir 200 metrar.
Ökumaðurinn var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Skráningarnúmer voru fjarlægð af bifreiðinni.