Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vantar umræðu um aðra atvinnustarfsemi
Mánudagur 31. ágúst 2009 kl. 08:40

Vantar umræðu um aðra atvinnustarfsemi


Kristinn Þór Jakobsson, fulltrúi A-listans í Reykjanesbæ, sá ástæðu til að að minna  Atvinnu- og hafnarráð á hlutverk þess á fundi ráðsins nýverið. Kristinn Þór telur vanta umræðu í ráðið um aðra atvinnustarfsemi en snýr að Helguvík og óskar eftir að það verði tekið til athugunar.

Kristinn vísar í hlutverk ráðsins eins og fram kemur á heimasíðu Reykjanesbæjar en þar segir: „Atvinnu- og hafnarráð fer með málefni Reykjaneshafnar og atvinnumál, þ.e. atvinnuþróun og athugun nýrra atvinnutækifæra s.s. á sviði verslunar og þjónustu, ferðamála, iðnaðar, orkumála, sjávarútvegs og heilbrigðisþjónustu.”

Gagnrýni í þessu veru hefur áður komið fram á bæjarstjórnarfundi af hálfu A-listans sem telur Atvinnu- og hafnarráð of upptekið af einu verkefni þ.e. álversframkvæmdunum í Helguvík.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Horft yfir Helguvíkursvæðið. Álverslóðin fremst.