Vantar tvo í 29.000 manns!
Aðeins vantar tvo nýja íbúa svo Suðurnesjamenn verði 29.000 talsins. Þeir reyndust 28.998 við talninu Þjóðskrár Íslands þann 1. desember.
Íbúar Reykjanesbæjar eru 20.341 og hefur fjölgað um 672 á einu ári. Íbúar Suðurnesjabæjar eru 3.737 og hefur fjölgað um 88 á einu ári. Grindvíkingar eru 3.582 og hefur fjölgað um 34 á einu ári. Íbúum Voga hefur fjölgað um þrettán á einu ári og eru bæjarbúar 1.338 þann 1. desember.