Vantar tryggingavernd til að kveikja ljós í Grindavík
Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi hf. segir að að atvinnurekendur í Grindavík séu óánægðir með gang mála hjá stjórnvöldum og þau hafi lítið sem ekkert komið til móts við fyrirtækin varðandi starfsemi í Grindavík. Þar nefnir hann fyrst svokallaða tryggingavernd en hún sé alger forsenda þess að hægt sé að hefja starfsemi aftur í bæjarfélaginu - en einnig fleiri atriði.
Víkurfréttir ræddu við Pétur þegar hann fagnaði vinnslu á þúsundasta tonninu á bolfiski í nýjum húsakynnum fyrirtækisins í Helguvík. Pétur segir að þessi nýja vinnslulína í Helguvík sé aðallega fyrir stærri vertíðarfisk og sé hugsuð sem viðbót við starfsemina í Grindavík.



 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				