Vantar neyðarsíma og ílát í Gróf
	Reykjaneshöfn hefur fengið bréf frá Landvernd í tengslum við Bláfánaeftirlit í smábátahöfninni í Gróf í Reykjanesbæ. Í bréfinu eru tvö atriði tilgreind sem þarf að laga fyrir næsta tímabil Bláfánans til að skilyrði verði uppfyllt.
	
	Neyðarsíma vantar við höfnina og ílát fyrir 3 tegundir endurvinnanlegs sorps.  
	
	Athugasemdir Landverndar voru ræddar á síðasta fundi atvinnu- og hafnarráðs Reykajnesbæljar og ákveðið að skoða málið frekar.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				