Vantar hálfan milljarð
Um hálfan milljarð vantar til að hægt sé að ljúka framkvæmdum við Hljómahöllina. Seinni áfangi verksins, þ.e. tónlistarskólinn og poppminjasafnið, er í biðstöðu vegna þessa. Tækist að fjármagna seinni áfangann tæki um það bil hálft ár að ljúka framkvæmdum sem myndi gjörbylta starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en hann býr í dag við afar þröngan húsakost og hefur gert lengi.
Upphaflega var áætlað að Hljómahöllin yrði tilbúin síðasta haust en Hrunið setti framkvæmdina í uppnám eins og svo margt annað. Þær stöðvuðust um tíma af þeim sökum en þá var tekið til þess ráðs að áfangaskipta verkinu og er nú verið að leggja lokahönd á fyrri áfangann, þ.e. félagsheimilið Stapa. Seinni áfanginn bíður því uns betur árar.
Sjá nánar í næstu Víkurfréttum.