Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vantar ennþá um 500 undirskriftir til að fá íbúakosningu um kísilver
Fimmtudagur 10. janúar 2019 kl. 09:46

Vantar ennþá um 500 undirskriftir til að fá íbúakosningu um kísilver

- sakna undirskrifta frá Keflvíkingum

Andstæðingar stóriðju í Helguvík eiga enn eftir að fá um 500 undirskriftir frá íbúum í Reykjanesbæ til að geta knúið fram íbúakosningu vegna kísilvers í Helguvík. Síðustu forvöð að skrifa undir kröfulista eru nú um helgina. Nú er leitað að sjálfboðaliðum til að standa við verslanir í Reykjanesbæ og fá bæjarbúa til skrifa undir. Þá liggur undirskriftalisti frammi í versluninni Kosti í Njarðvík.
 
„Það yrði frekar súrt ef ekki næðist tiltekin fjöldi sem þarf til að íbúakosning fari fram sem sker þá úr af eða á um þetta stóra mál er varðar bæjarfélagið. Við sem höfum staðið vaktina erum að verða ansi lúgin og ég t.d. átta mig ekki alveg á því hvort fólki sé alveg sama um lýðræðislegan rétt sinn. Það komu inn um c.a 1,100 rafrænar undirskriftir og svipað mikið af skriflegum undirskriftum. Einnig voru margir sem skrifuðu undir sem ekki eiga lögheimili í bæjarfélaginu en það er ekki talið með. Já betur má ef duga skal,“ skrifar Margrét Sigrún Þórólfsdóttir á vegg Andstæðinga stóriðju í Helguvík og bætir við: „Ég hvet sérstaklega Keflvíkinga að skrifa því ég sakna þeirra undirskrifta dálítið“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024