Vantar æfingahúsnæði
Tómstunda- og íþróttaráði Reykjanesbæjar barst erindi frá félagi hljómsveita í Reykjanesbæ þar sem óskað var eftir aðstoð varðandi æfingahúsnæði, sérstaklega fyrir unglingahljómsveitir.
Í fundargerð ráðsins kemur fram að það fagni því að hljómsveitirnar hafi stofnað með sér félag og leggur áherslu á að fundið verði heppilegt æfingahúsnæði fyrir hljómsveitirnar. Stefáni Bjarkasyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa Reykjanesbæjar hefur verið falið að ræða við bæjaryfirvöld um málið.
Í fundargerð ráðsins kemur fram að það fagni því að hljómsveitirnar hafi stofnað með sér félag og leggur áherslu á að fundið verði heppilegt æfingahúsnæði fyrir hljómsveitirnar. Stefáni Bjarkasyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa Reykjanesbæjar hefur verið falið að ræða við bæjaryfirvöld um málið.