Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vantar aðstöðu fyrir blaðamenn og veitingasölu við gervigrasvöllinn
Gervigrasvöllurinn í Reykjanesbæ á köldum vetrardegi. VF/Hilmar Bragi
Föstudagur 17. mars 2023 kl. 12:48

Vantar aðstöðu fyrir blaðamenn og veitingasölu við gervigrasvöllinn

Ljóst er að bæta þarf aðstöðu fyrir áhorfendur og starfsfólk sem tengist leikjum sem fram fara á gervigrasvellinum vestan Reykjaneshallarinnar. Búið er að lengja tímabil í Bestu deild karla og kvenna og fyrirsjáanlegt að leikir geti mögulega farið fram á nýja vellinum snemma á vorin eða seint á haustin sem varavöllur.

Óljóst er hvort keppnisvöllur Keflavíkur við Sunnubraut verði tilbúinn í byrjun apríl þegar fyrstu leikir á keppnistímabilinu eiga að fara fram og því þarf að hafa varavöll tilbúinn. Gervigrasvöllurinn vestan við Reykjaneshöll er varavöllur félagsins. Til þess að fá leyfi fyrir hann sem varavöll þarf að setja upp gáma fyrir aftan áhorfendasvæðið, annars vegar fyrir blaðamenn sem sem hægt er að nýta jafnframt fyrir sjónvarpsupptökur og hins vegar gám fyrir veitingasölu. Böðvar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, hefur sent bæjaryfirvöldum beiðni þar sem óskað er eftir að Reykjanesbær annist ofangreint en reiknað er með því að völlurinn nýtist jafnframt sem varavöllur fyrir UMFN.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íþrótta- og tómstundaráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.