Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vantar aðstoð við framkvæmdir á félagsheimili KFUM og KFUK
Föstudagur 17. júlí 2015 kl. 13:41

Vantar aðstoð við framkvæmdir á félagsheimili KFUM og KFUK

-gólfinu mokað út

Nú standa yfir umsvifamiklar framkvæmdir á félagsheimili KFUMog KFUL í Keflavík og er salurinn að fá allsherjar yfirhalningu.

Sjálfboðaliðar vinna nú að því að fjarlægja gólf félagsheimilisins og tekið er fagnandi á móti öllum sem geta komið og rétt hjálparhönd við burð og hjólbörukeyrslu.

Hér má sjá fyrrverandi sóknarprest Keflavíkurkirkju sr. Skúla Ólafsson taka til hendinni en álengdar fylgist með núverandi sóknarprestur Erla Guðmundsdóttir.

Áhugasamir geta haft samband við Brynju (845 4531) eða Svenna (858 6074).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eins og sjá má er félagsheimilið hér um bil orðið fokhelt.

Sveinn tekur til hendinni.