Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vantar a.m.k. 160 milljónir til fatlaðra á Suðurnesjum
Fimmtudagur 21. febrúar 2013 kl. 09:01

Vantar a.m.k. 160 milljónir til fatlaðra á Suðurnesjum

Um 160 milljónir af skatttekjum eru teknar af Suðurnesjum í önnur sveitarfélög, þ.e. af skattfé sem renna átti úr jöfnunarsjóði til málefna fatlaðra. Á vetrarfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem haldinn var í Stapa s.l. föstudag kom fram að í stað þess að ríkið leggi meira til málefna fatlaðra á Suðurnesjum, þar sem hlutfall öryrkja er t.d. hæst á landinu og skatttekjur lægstar, eru skatttekjur sem koma af svæðinu teknar og þeim endurúthlutað annað. Þannig vantar 160 milljónir kr. inn á Suðurnesin í þágu málefna fatlaðra.

Við yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga frá ríki fyrir tveimur árum, hækkaði útsvar til sveitarfélaga um 1,2% á móti lækkun tekjuskatts.

Þessi upphæð skyldi í rekstur og uppbyggingu í þágu fatlaðra. Hún átti að fara í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og þaðan til sveitarfélaganna.

Í nýlegri greinargerð Íslandsbanka um fjárhagsstöðu sveitarfélaga, sem miðar við árið 2011, kom einnig fram að þegar tölur frá Jöfnunarsjóði eru almennt skoðaðar eru greiðslur Jöfnunarsjóðs til Suðurnesja árið 2011 lægstar á eftir höfuðborgarsvæðinu, þegar landshlutar eru skoðaðir. Þetta gerist þrátt fyrir að tekjur íbúa séu hlutfallslega lægstar á Suðurnesjum, hlutfall öryrkja mest og atvinnuleysi mest.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024