Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vantar 85 hjúkrunar- og dvalarrými á Suðurnesjum
Fimmtudagur 29. nóvember 2012 kl. 13:57

Vantar 85 hjúkrunar- og dvalarrými á Suðurnesjum

Á Suðurnesjum er þörf samkvæmt landsmeðaltali fyrir 55 hjúkrunarrými til viðbótar þeim sem nú eru til staðar og þá vantar einnig 30 dvalarrými, en ekkert dvalarrými er til staðar á Suðurnesjum.

Ríkisendurskoðun hefur skilað skýrslu til Alþingis um rekstur og starfsemi dvalarheimila aldraðra á árunum 2006 til 2011.

Í dag eru 114 hjúkrunarrými á Suðurnesjum sem heyra undir Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Samkvæmt landsmeðaltalinu vantar 55 hjúkrunarrými og 30 dvalarrými. Sé miðað við daggjöld frá ríkinu þá myndu fylgja þessum viðbótarrýmum um 500 til 600 milljónir króna tekjur á ári frá ríkissjóði og jafnframt skapast 60-70 ný störf við öldrunarþjónustu.

Engin dvalarrými eru á Suðurnejsum og í dag eru 25 ný hjúkrunarrými sem fást við uppbyggingu hjúkrunarheimilis á Nesvöllum. Enn mun þá vanta 30 dvalarrými og 30 hjúkrunarrými til að halda í við meðaltalið á landinu, samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Reykjanesbær hefur sótt eftir að fá að bæta við hæð á hjúkrunarheimilinu, sem gæti þýtt 20 viðbótar hjúkrunarrými. Þá væru Suðurnes farin að nálgast meðaltalið en langt í land með að ná fjölda dvalarrýma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024