Vann flatskjá á raftækjadögum í Nettó
Keflvíkingurinn Ingibjörg Hallgrímsdóttir gerði sér lítið fyrir og vann sér inn 50 tommu flatskjá á raftækjadögum í Nettó. Leikurinn gekk út á það að þegar keypt var raftæki í versluninni var miða með nafni og símanúmeri skilað inn og vinningshafinn síðan dreginn úr innsendum miðum. Ingibjörg var að vonum hæstánægð með vinninginn og fannst tækið risastórt.