Vann eina milljón á nýkeyptan miða
Ungur Grindvíkingur vann eina milljón króna í Happdrætti Háskóla Íslands í gær eftir að hafa átt miðann í einungis þrjá daga. Mbl.is greindi frá.
Vinningshafinn, sem er karlmaður rétt innan við þrítugt, búsettur í Grindavík, festi kaup á miðanum á heimasíðu Happdrættis Háskólans á laugardaginn var og hafði því einungis átt miðann í þrjá daga þegar miljón króna vinningurinn kom á hann. Þetta er jafnframt eini miðinn sem viðkomandi hefur átt í Háskólahappdrættinu, samkvæmt frétt frá HHÍ.
Tíu einnar milljónar króna vinningar voru dregnir út í happdrætti Háskólans í gær og komu hinir vinningarnir á miðaeigendur í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Breiðdalsvík.
Vinningshafinn, sem er karlmaður rétt innan við þrítugt, búsettur í Grindavík, festi kaup á miðanum á heimasíðu Happdrættis Háskólans á laugardaginn var og hafði því einungis átt miðann í þrjá daga þegar miljón króna vinningurinn kom á hann. Þetta er jafnframt eini miðinn sem viðkomandi hefur átt í Háskólahappdrættinu, samkvæmt frétt frá HHÍ.
Tíu einnar milljónar króna vinningar voru dregnir út í happdrætti Háskólans í gær og komu hinir vinningarnir á miðaeigendur í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Breiðdalsvík.