Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vann 70.000 kr. í skrúfuleik BYKO
Þriðjudagur 31. janúar 2012 kl. 10:57

Vann 70.000 kr. í skrúfuleik BYKO

Ragnar Guðleifsson hafði heppnina með sér í skemmtilegum leik í BYKO í Reykjanesbæ á dögunum. Settur var upp plastkassi og spurt hversu margar skrúfur væru í kassanum. Sá sem væri næstur réttum fjölda myndi hljóta gjafakörfu frá BYKO að andvirði 70.000 kr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Skrúfurnar voru samtals 527 og Ragnar var næstur þeirri tölu en hann vantaði aðeins 9 skrúfur upp á að hitta á réttu töluna. Á meðfylgjandi mynd tekur hann við vinningnum úr hendi Þórarins Péturssonar, deildarstjóra BYKO á Suðurnesjum.


BYKO fagnar 50 ára afmæli á þessu ári og í tilefni af afmælinu verður afmælisleikur allt árið þar sem í boði verða 200.000 króna vinningar í hverjum mánuði og þá mun BYKO ánafna örðu eins til góðgerðarmála. Þeir sem versla í BYKO og eru í BYKO-klúbbnum geta tekið þátt í leiknum.