Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vandræði með dreifingu Víkurfrétta
Fimmtudagur 15. desember 2016 kl. 16:33

Vandræði með dreifingu Víkurfrétta

Misbrestur er á því að Víkurfréttir berist inn á heimili í Reykjanesbæ í dag. Pósturinn í Reykjanesbæ er í vandræðum með að koma út öllum pósti í dag vegna manneklu. Þau heimili sem ekki fá blaðið í dag munu fá blaðið á morgun, föstudag.

Samkvæmt upplýsingum frá þjónustufulltrúa Víkurfrétta hjá Íslandspósti vantar bréfbera til starfa núna þessa síðustu daga fyrir jól. Fólki í atvinnuleit fyrir jólin er bent á að setja sig í samband við Póstinn í Reykjanesbæ.

Hér má lesa rafræna útgáfu blaðsins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024