Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vandræðafuglar á Keflavíkurflugvelli
Fjórum Boeing 737 MAX-8 velum var stillt upp fyrir framan stærsta flugskýli Keflavíkurflugvallar í síðustu viku.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 1. júní 2019 kl. 06:00

Vandræðafuglar á Keflavíkurflugvelli

Fall WOW og Max-vandræði Icelandair hafa meiri áhrif á ferðaþjónustuna en menn grunuðu

Fjórum af 737 MAX-8 flugvélum Icelandair var stillt upp í röð fyrir framan stærsta flugskýli vallarins, oft nefnt 885 en þar fengu margar WOW vélar viðgerðir á milli ferða.

Gjaldþrot WOW og veruleg röskun á flugferðum Icelandair vegna stöðvunar MAX vélanna hefur haft þó nokkur áhrif á atvinnulífið á Suðurnesjum og víðar. Mun meiri samdráttur í ferðaþjónustunni er staðreynd vegna þessara vandræða með tilheyrandi afleiðingum sem hefur m.a. komið fram í óvæntu atvinnuleysi. M.a. sagði Isavia upp 19 manns í vikunni og bauð 15 að breyta starfshlutfalli sínu.
Aðilar í ferðaþjónustunni vonast þó til að staðan lagist þegar líður á haustið og árið, m.a. þegar MAX vélarnar komast aftur í loftið en Icelandair aflýsti snemma sumars 100 ferðum og í nýrri flugáætlun er gert ráð fyrir að fækkunin nemi 200 ferðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

WOW flugvélin sem Isavia kyrrsetti fyrr á árinu er enn á Keflavíkurflugvelli. Landsréttur hafnaði nýlega kröfu eiganda vélarinnar um að fá hana afhenta.