Valva spáir sameiningu Sandgerðis og Garðs á árinu
Valva Fréttablaðsins spáir því að sveitarfélögin Garður og Sandgerðis sameinist á síðari hluta ársins. Greint var frá því á vef Víkurfrétta í nóvember að stýrihópur um sameiningu sveitarfélaganna tveggja hefði haldið sinn fyrsta fund en hópurinn vinnur að því að kanna kosti og galla mögulegrar sameiningar.
Völvuspárnar eru til gamans gerðar og spennandi að sjá hvort Valva Fréttablaðsins hafi rétt fyrir sér varðandi sameiningu Sandgerðis og Garðs.