Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Valt yfir vegrið á Reykjanesbraut
Reykjanesbraut.
Þriðjudagur 28. nóvember 2017 kl. 11:45

Valt yfir vegrið á Reykjanesbraut

Betur fór en á horfðist þegar bifreið valt á Reykjanesbraut um helgina. Henni var ekið í átt til Reykjanesbæjar þegar hún fór að rása og ökumaðurinn missti stjórn á henni. Við það valt hún yfir vegrið á veginum og endaði  á hinum helmingi Reykjanesbrautarinnar.

Ökumaðurinn hlaut skrámur og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hann fékk aðhlynningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024