Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Valt við Mánatorg
Sunnudagur 22. apríl 2007 kl. 17:18

Valt við Mánatorg

Tvö umferðaróhöpp urðu í Reykjaensbæ í dag. Í fyrra tilvikinu missti ökumaður fólksbifreiðar stjórn á farartæki sínu á leið eftir Hringbraut upp að Mánatorgi. Bifreiðin valt og hafnaði skammt utan vegar en sem betur fer sakaði ökumann, sem var einn í bílnum, ekki. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fékk hann hnykk á háls en var ekki fluttur á sjúkrahús.

Bifreiðin er mikið skemmd og var dregin burt af vettvangi.

Þá slasaðist ökumaður vélhjóls lítilega þegar hann missti stjórn á hjóli sínu og ók á grindverk við Suðurvelli um miðjan dag. Hjólið er allnokkuð skemmt.

VF-mynd/Þorgils - Bifreiðin dregin frá slysavettvangi við Mánatorg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024