Valt við bensínstöð
Bifreið valt við bensínstöð ÓB við Fitjabakka í Njarðvík á laugardagskvöld. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og hafnaði á stóru grjóti. Við það valt bifreiðin.
Ökumaður og þrír farþegar komust af sjálfdáðum út úr bílnum. Enginn slasaðist alvarlega en tveir farþegar voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi slyssins á laugardagskvöld.
Uppfært: Ökumaður bifreiðarinnar hafði samband og sagðist hafa verið þvingaður upp á kantstein af stórum flutningabíl með þessum afleiðingum. Vitni hafi verið að því atviki. Þessari athugasemd er komið á framfæri.
VF-myndir: Hilmar Bragi