Valt ofan í skurð eftir að hemlar biluðu
Bílvelta varð við Skógarbraut á Ásbrú rétt eftir kl. átta í morgun. Þar hafnaði fólksbifreið á hvolfi úti í skurði í beygju á veginum.
Lögreglan, sjúkralið og tækjabíll slökkviliðs voru kölluð á vettvang. Ökumaður, sem var einn í bílnum, kenndi sér eymsla eftir veltuna.
Ástæður þess að bifreiðin hafnaði utan vegar og á hvolfi í skurði eru sagðar að hemlar bifreiðarinnar hafi gefið sig og því hafi ökumaður tekið ákvörðun um að aka útaf en með þessum afleiðingum.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi slyssins í morgun. VF-myndir: Hilmar Bragi