Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Valt ofan í skurð á framkvæmdasvæði á Reykjanesbraut
Sunnudagur 4. maí 2008 kl. 03:07

Valt ofan í skurð á framkvæmdasvæði á Reykjanesbraut

Bílvelta varð á Reykjanesbrautinni á Stapa um kl. 18 í gær, laugardag. Þar missti ökumaður stjórn á bifreið sinni við framúrakstur og fór eina veltu og hafnaði á toppnum ofan í skurði á milli núverandi akbrautar og tvöföldunar.

Fernt var í bifreiðinni tveir fullornir með tvö börn 3 og 4 ára gömul, sem sátu í aftursætinu. Börnin virtust hafa sloppið við meiðsli en einhver meiðsli voru á ökumanni og farþega í framsæti. Öll voru þau flutt með sjúkrabifreið á Landsspítalann í Fossvogi til skoðunar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með kranabifreið.

Myndin var tekin á slysstað síðdegis í gær. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson