Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Valt í Kúagerði
Bílslys á Reykjanesbraut. Mynd úr safni.
Fimmtudagur 22. september 2016 kl. 10:11

Valt í Kúagerði

Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki þegar bílvelta varð á Reykjanesbraut við Kúagerði rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Þrír voru í bílnum sem valt.

Fjölmennt lögreglu- og björgunarlið var sent frá Reykjanesbæ á slysstað en slæmt veður var á vettvangi slyssins. M.a. fór tækjabíll frá Brunavörnum Suðurnesja en ekki þurfti að beita klippum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024