Vallarslökkvilið kallað í íbúablokk á Keflavíkurflugvelli
Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli er margverðlaunað fyrir störf sín að forvörnum í Varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli, enda eru brunar þar fátíðir. Slökkviliðið fór þó í a.m.k. eitt útkall um helgina, sem Víkurfréttum er kunnugt um, en þá var allt tiltækt lið sent að byggingu 1106 á Keflavíkurflugvelli, sem eru íbúðablokkirnar næst Reykjanesbrautinni.
Ekki höfum við vitneskju um það hvað þarna var að gerast, en slökkviliðið staldraði stutt við og því ljóst að ekki var um alvarlegt útkall að ræða. Ætli alvarlegasti hlutinn við þetta útkall hafi ekki verið aðkoma ljósmyndara Víkurfrétta, því myndin er tekin á varnarsvæði, þó svo hún sé tekin utan girðingar. Þá er myndavélinni beint að flugvallarsvæðinu og það hafa bandarískir lögreglumenn gert athugasemd við, þó svo okkar maður hafi starfað óáreittur í þetta skiptið. Vonum að þessi ljósmynd hafi ekki eftirmála.
Ekki höfum við vitneskju um það hvað þarna var að gerast, en slökkviliðið staldraði stutt við og því ljóst að ekki var um alvarlegt útkall að ræða. Ætli alvarlegasti hlutinn við þetta útkall hafi ekki verið aðkoma ljósmyndara Víkurfrétta, því myndin er tekin á varnarsvæði, þó svo hún sé tekin utan girðingar. Þá er myndavélinni beint að flugvallarsvæðinu og það hafa bandarískir lögreglumenn gert athugasemd við, þó svo okkar maður hafi starfað óáreittur í þetta skiptið. Vonum að þessi ljósmynd hafi ekki eftirmála.