Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vallarheiði sundurgrafin: Evrópsk rafmagn, ljósleiðari og sími
Föstudagur 25. júlí 2008 kl. 16:41

Vallarheiði sundurgrafin: Evrópsk rafmagn, ljósleiðari og sími

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er óhætt að segja að nýjasta hverfið í Reykjanesbæ, Vallarheiði, sem áður var herstöðin á Miðnesheiði, sé sundurgrafin þessar vikurnar. Nú er unnið að því að leggja rafmagn samkvæmt evrópskum stöðlum í hverfið næst Reykjanesbrautinni. Vegna þess hafa verið grafnir skurðir meðfram öllum helstu götum hverfisins. Þá er einnig verið að grafa skurði fyrir nýjar símalagnir í hverfinu.

Aðeins ofar hefur Kapalvæðing verið að leggja ljósleiðara sem mun færa íbúum kapalsjónvarpið úr Reykjanesbæ með haustinu. Þá er einnig verið að leggja rafmagn í verktakasvæðið á Keflavíkurflugvelli, þannig að það er óhættt að setja að það sé mikið líf og fjör ofan í skurðum um allan völl þessar vikurnar.

Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson