Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vallarheiði: Stunda kappakstur á knattspyrnuvelli
Þriðjudagur 29. júlí 2008 kl. 15:04

Vallarheiði: Stunda kappakstur á knattspyrnuvelli

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Knattspyrnuvöllur á Vallarheiði virðist hafa fengið annað hlutverk en honum var upphaflega ætlað. Sést hefur til ökumanna stunda þar einhverskonar kappakstur þar sem ekið er hring eftir hring umhverfis knattspyrnuvöllinn og jarðvegi rótað til.


Umhverfis knattspyrnuvöllinn liggur malarbraut eða hringur sem er ætlaður fyrir hlaupara. Þarna hefur mölinni verið spólað upp. Vitni sá til kappaksturs við völlinn á sunnudagskvöldið þar sem sjá mátti möl og drullu þeytast marga metra í loft upp.


Þegar aðstæður við völlinn voru skoðaðar á mánudag kom í ljós að einnig hafði verið ekið inn á sjálfan knattspyrnuvöllinn og spólað á grasinu.


Þessi umgengni um svæðið er ekki ásættanleg og hefur lögreglu verið gert viðvart. 


Hrað- og glæfraakstur hefur verið nokkuð áberandi á Vallarheiði síðustu vikur. Þar hafa ökumenn vanið komur sínar til að spóla á bílastæðum og hraðakstur er stundaður á götum Vallarheiðar og almennar umferðarmerkingar ekki virtar. Talsvert er af börnum að leik á Vallarheiði og því hafa foreldrar áhyggjur af ógætilegum akstri og því ónæði sem einnig fylgir reykspóli á bílastæðum við íbúabyggðina á heiðinni.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við umræddan knattspyrnuvöll. Þar var bifreið skilin eftir án skráningarnúmera á sunnudagskvöldið. Í gær mátti svo sjá að spólað hafði verið á grasinu.


Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson