Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vallarheiði: Kaupverð Háskólavalla lækkar um nær 500 milljónir
Miðvikudagur 16. apríl 2008 kl. 18:07

Vallarheiði: Kaupverð Háskólavalla lækkar um nær 500 milljónir



Kaupverð fasteignanna sem Háskólavellir ehf. keyptu af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar lækkaði um nær 500 milljónir frá því á síðasta ári, þegar tilboðið var lagt fram, þar til kaupsamningur var samþykktur í stjórn ÞK í síðasta mánuði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tilboðið hljóðaði upp á kr. 14.038.060.137, en það miðaði við að fasteignirnar væru 155.707 fermetrar að heildarflatarmáli. Við nákvæmari mælingar Fasteignamats ríkisins kom hins vegar í ljós að flatarmálið var í raun 150.598 fermetrar.

Þannig er lokaverð í samþykktum kaupsamningi kr. 13.550.044.402 og mismunurinn því kr. 488.015.735.

Þetta kemur samningsaðilum ekki á óvart því að í fundargerð ÞK segir að gert hafi verið ráð fyrir að tölur myndu breytast.

Loftmynd frá Vallarheiði/Oddgeir Karlsson